Heim

Við höfum til leigu sjö notaleg sumarhús sem staðsett eru í kyrrlátu og fallegu umhverfi á Suðurlandi. Fjölmargar náttúruperlur er að finna í nágrenni húsanna eins og Dyrhólaey, sem sést frá þeim, og Reynisdranga. Þá má sjá Eyjafjallajökul, sem gaus á síðasta ári, frá húsunum. Húsin eru í landi bæjarins Suður-Hvols skammt frá Þjóðvegi 1. Stutt er í alla helstu þjónustu í Vík í Mýrdal. Um 180 km eru að húsunum frá Reykjavík. Staðurinn er ekki síður fallegur að vetri til og ekki skemmir að Norðurljósin sjást gjarnan vel.

Húsin eru 26,5 fermetrar að stærð og henta fyrir allt að fimm manns í einu. Eitt svefnherbergi er í þeim með stóru rúmi (140x200cm) og ennfremur koju (80x200cm). Í stofunni er svefnsófi fyrir tvo (140×200). Þá fylgir húsunum eldavél, ísskápur með frysti, samlokugrill, brauðrist, örbylgjuofn, kaffivél, hitakanna, kolagrill og útvarp auk eldhúsáhalda. Sturtuklefi er á salerni. Sængurföt og handklæði eru leigð sérstaklega ef þeirra gerist þörf. Einnig er boðið upp á hestaleigu á staðnum.