Dyrhólaey Riding tours. Lítil fjölskyldurekin hestaleiga staðsett á sama stað og Mið-Hvoll Cottages. Tilvalið fyrir þá sem vilja kynnast íslenska hestinum í sínu rétta umhverfi og fara í reiðtúr í svörtum sandi í fjörunni vestur af Dyrhólaey. Riðið er frá bænum og niður á einkafjöru þar sem maður og hestur eru eitt í ósnortinni náttúru og engin utanaðkomandi umferð.

Boðið er upp á 1 og 2 tíma reiðtúra með útsýni til Vestmannaeyja á aðra hönd og Dyrhólaey á hina. Í 2 tíma reiðtúr er riðið alla leið að rótum Dyrhólaeyjar og nánd við gatið og drangana þar sem hægt er að upplifa allt aðra sýn en frá vitanum uppi á Eynni.

Leiðsögumaður er í hverri ferð og gætt er að þörfum manns og hests. Hestaferðirnar eru fyrir alla, börn og fullorðna, vana sem óvana. Alltaf er farið eftir getu þess óvanasta í hópnum og einnig er hægt að bóka einkatúr. Í 4 tíma reiðtúr er riðið eftir ströndinni að Dyrhólaey og síðan upp að rótum Mýrdalsjökuls þar sem landslag og náttúrufegurð er ólýsanleg.

Við mælum með 1 klst. túr fyrir óvana og börn og eftir því sem reynsla og geta er meiri er tilvalið að lengja ferðina og njóta þess sem landið hefur upp á að bjóða.

1 klst = 8.000 ISK (á mann)

2 klst = 14.000 ISK (á mann)

4 klst = 25.000 ISK (á mann)

Fyrir nánari upplýsingar um hestaferðir vinsamlega hafið samband!

 

Mid Hvoll Cottages & Dyrholaey Ridingtours

An amazing video our friend Eiríkur Þór Hafdal shot for us. Hafdal.is – Wedding videos

Posted by Dyrholaey Riding tours on Monday, 14 August 2017