Á Suðurlandi hafa margir sögulegir atburðir átt sér stað og margir þeirra í nágrenni Mið-Hvols. Ein frægasta Íslendingasagan, Njálssaga, átti sér stað í einungis 60 km. fjarlægð. Frá sumarhúsunum er gott útsýni til Eyjafjallajökuls, sem gaus árið 2010 og sendi öskuský til Evrópu með þeim afleiðingum að fjöldi flugvalla lokaðist og þúsundir flugfarþega urðu strandaglópar um stóran hluta álfunnar. Einnig er frábært útsýni til Mýrdalsjökuls. Þá eru vinsælir ferðamannastaðir eins og Dyrhólaey og Reynisdrangar í nokkurra kílómetra fjarlægð og gott útsýni til þeirra. Þar eru kjöraðstæður til að sjá lunda yfir sumartímann.  Afar þægilegt er að dvelja fleiri nætur í sumarhúsunum og fara í dagstúra út frá þeim og losna við að pakka saman á hverjum degi. Auðvelt er að fara dagsferð til Vestmannaeyja, í Þórsmörk eða Landmannalaugar, Fjaðrárgljúfur, Skaftafell eða Jökulsárlón.